Skýringar
Götukort
Mat á umhverfisáhrifum er lögbundið ferli þar sem metin eru á kerfisbundinn hátt áhrif sem framkvæmd getur hugsanlega haft á umhverfið. Allir geta sent inn athugasemdir þegar matsáætlun og umhverfismatsskýrsla fara í formlegt kynningarferli.
Skipulagsstofnun heldur utan um kynningarferli matsins og skulu allar athugasemdir, sem varða umhverfismat framkvæmdarinnar, berast til stofnunarinnar. Kynningartíma umhverfismatsskýrslu er lokið og sendi Skipulagsstofnun frá sér álit um umhverfismatið þann 22. desember 2022.
Hér má hins vegar senda ábendingar til Vegagerðarinnar t.a.m. varðandi gagnaöflun eða framsetningu efnis.